Fyrrverandi leikmaður Arsenal í Fjölni

Fjölnismenn fanga í sumar.
Fjölnismenn fanga í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnudeild Fjölnis hefur gengið frá samningi við Englendinginn Jeffrey Monakana og mun hann leika með liðinu út tímabilið. Monakana lék síðast með Dulwich Hamlet í sjöttu efstu deild Englands. 

Monkana kom upp í gegnum unglingaakademíu Arsenal áður en hann fór til Preston og spilaði 40 leiki í C-deildinni. Var hann keyptur til Brighton árið 2014, en spilaði aldrei fyrir suðurstrandarliðið og var lánaður ótt og títt. 

Verður Fjölnir sautjánda liðið sem Monakana leikur með, þrátt fyrir að hann sé aðeins 26 ára. Fjölnir er í botnliði Pepsi Max-deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir tólf leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert