Glæsilegt sigurmark Blika í Lúxemborg (myndskeið)

Damir Muminovic skoraði glæsilegt mark í kvöld.
Damir Muminovic skoraði glæsilegt mark í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik vann glæsilegan 3:2-útisigur á Racing Union frá Lúxemborg í fyrri leik liðanna í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Damir Muminovic skoraði sigurmarkið með þrumufleyg á lofti úr teignum eftir sendingu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. Markið kom á 88. mínútu en Breiðablik lenti 0:2 undir í fyrri hálfleiknum.

Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen skoruðu einnig fyrir Breiðablik, sem stendur vel að vígi fyrir seinni leikinn á Kópavogsvelli eftir viku.

Sigurmark Damirs má sjá hér fyrir neðan.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka