Fjölnir verður 25. lið sóknarmannsins

Michael Bakare er kominn til Fjölnis.
Michael Bakare er kominn til Fjölnis. Ljósmynd/Hereford

Knattspyrnudeild Fjölnis hefur komist að samkomulagi við enska sóknarmanninn Michael Bakare og mun hann leika með liðinu út leiktíðina. Fjölnir er í 5. sæti Lengjudeildarinnar, fimm stigum á eftir ÍBV í öðru sæti. 

Bakare hefur komið ansi víða á skrautlegum ferli og leikið með 24 félögum. Hann var síðast á mála hjá Hereford í F-deild Englands.

Hann átti bestu ár ferilsins hjá Connah‘s Quay Nomads í Wales þar sem hann skoraði 30 mörk í 81 leik á milli 2017 og 2020 í velsku úrvalsdeildinni.

Á meðal félaga sem Bakare hefur leikið fyrir eru Leyton, Thurrock, Chelmsford, Macclesfield, Southport, Dover og Welling, svo fáein séu nefnd. Nánar má lesa um Bakare á Wikipedia þar sem má nálgast skrautlegan feril leikmannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert