Okkur var ekki bannað að velja einn eða neinn

Arnar Þór Viðarsson á fundinum í dag.
Arnar Þór Viðarsson á fundinum í dag. mbl.is/Eggert

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu sagði að það væri ekki rétt sem kvisaðist hefði út fyrir fréttamannafund KSÍ í dag að honum hefði verið bannað að velja Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða í hóp sinn.

„Aron Einar var ekki valinn í þetta verkefni og ástæðan fyrir því er utanaðkomandi. Það er rétt að í síðasta glugga þá var Kolbeinn tekinn út úr hópnum af fráfarandi stjórn sem tók þá ákvörðun. Fyrir þennan glugga þá var okkur ekki bannað að velja einn né neinn. Þetta snýst um það hvernig hópurinn geti fúnkerað best án utanaðkomandi truflana," sagði Arnar á fundinum sem hófst kl. 13.15.

„Ég mun útskýra það frekar þegar sá tími kemur. Þegar ég tala um utanaðkomandi aðstæður þá er ég líka að gera það í samráði við Aron. Við munum að útskýra þetta þegar þar að kemur," sagði Arnar Þór Viðarsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert