Var þjálfaranum bannað að velja fyrirliðann?

Aron Einar Gunnarsson er ekki í landsliðshóp Íslands sem mætir …
Aron Einar Gunnarsson er ekki í landsliðshóp Íslands sem mætir Armeníu og Liechtenstein. AFP

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, verður ekki í landsliðshóp Íslands sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022. Það er 433.is sem greinir frá þessu.

Samkvæmt heimildum 433.is þá meinaði bráðabirgðastjórn KSÍ, sem mun taka formlega við störfum á aukaþingi sambandsins á laugardaginn kemur, landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni að velja landsliðsfyrirliðann.

Stjórn KSÍ meinaði Kolbeini Sigþórssyni að taka þátt í síðasta verkefni karlalandsliðsins í september eftir að tvær konur stigu fram og sökuðu hann um meint ofbeldi á skemmistað í Reykjavík sumarið 2017.

Aron Einar er á meðal leikjahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi en hann á að baki 97 A-landsleiki fyrir Ísland og hefur verið fyrirliði liðsins undanfarinn áratug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert