Baráttusigur Blika í Vesturbæ

Harður atgangur í vítateig KR-inga í kvöld þar sem Höskuldur …
Harður atgangur í vítateig KR-inga í kvöld þar sem Höskuldur Gunnlaugsson og Ísak Snær Þorvaldsson sækja en Grétar Snær Gunnarsson og fleiri eru til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik er með fullt hús stiga í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 1:0-útisigur á KR á Meistaravöllum í kvöld. Það var Jason Daði Svanþórsson sem skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks.

Fyrri hálfleikurinn var algjörlega frábær og var ótrúlegt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik. Bæði lið fengu góð færi til að skora en tókst það ekki. Besta færi leiksins fengu KR-ingar en Sigurður Bjartur Hallsson, Atli Sigurjónsson og Stefan Alexander Ljubicic fengu þá allir skottilraun inni í markteig í sömu sókninni, en komu boltanum ekki yfir línuna. Heilt yfir voru heimamenn sterkari aðilinn en náðu ekki að nýta sér það í fyrri hálfleiknum.

Seinni hálfleikur var ekki nema um tveggja mínútuna gamall þegar fyrsta markið kom. Kristinn Steindórsson setti Ísak Snæ Þorvaldsson þá í gegn vinstra megin en hann fann Jason Daða frían í teignum sem skoraði af öryggi framhjá Beiti Ólafssyni. Gestirnir úr Kópavogi því komnir yfir þrátt fyrir að hafa ekki verið sterkari aðilinn fram að því.

Eftir markið spiluðu Blikar skynsaman leik, lágu aftarlega og beittu skyndisóknum. KR-ingum gekk illa að finna svör við vörn Breiðabliks og fengu fá færi. Að lokum fór þetta svo að Blikar sigldu 1:0-sigri í höfn eftir að hafa gefið allt í seinni hálfleikinn.

Blikar eru því eins og áður sagði með fullt hús stiga eftir tvo leiki en liðið mætir FH á heimavelli í næstu umferð. KR er með þrjú stig eftir tvo leiki og mætir Val í næstu umferð.

KR 0:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Sex mínútum bætt við! Það er nóg eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert