Breiðablik með fullt hús stiga

Jason Daði Svanþórsson fagnar Ísak Snæ Þorvaldssyni eftir að hann …
Jason Daði Svanþórsson fagnar Ísak Snæ Þorvaldssyni eftir að hann skoraði fyrra mark sitt gegn sínum gömlu félögum í leiknum. Ljósmynd/Skagafréttir

Breiðablik vann sannfærandi 5:1 sigur á ÍA fjórðu um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu á Norðuráls­vell­in­um í dag.

Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik gegn sínum gömlu félögum og er hann því kominn með sex mörk í fjórum leikum, frábær byrjun hjá honum. Dagur Dan Þórhallsson, Kristinn Steindórsson og Anton Logi Lúðvíksson skoruðu hin mörkin. Mark ÍA var sjálfsmark þar sem Viktor Örn Margeirsson setti boltann í eigið net. 

Breiðablik kom sér í efsta sæti Bestu deildarinnar með sigrinum í dag. Fullt hús stiga eftir fjóra leiki.. ÍA er áfram í sjötta sæti með fimm stig. 

Breiðablik var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik. 

Kristinn Steindórsson kom Breiðablik yfir strax á þriðju mínútu leiksins með hnitmiðuðu skoti í nærhornið neðra eftir sendingu Davíðs Ingvarssonar. Draumabyrjun fyrir gestina, 1:0.. Á sjöttu mínútu tvöfaldaði Ísak Snær Þorvaldsson forystu Breiðabliks eftir darraðadans inn í teignum, boltinn lenti svo fyrir fætur Ísaks og hann renndi boltanum í netið, 2:0 og gestirnir komnir í frábæra stöður strax á sjöttu mínútu. 

ÍA fékk dauðafæri á 12. mínútu til að minnka muninn þegar Eyþór Aron Wöhler skallaði fyrirgjöf Jón Gísla Gíslasonar í innanverða stöngina og út, mikil óheppni þar. 

Breiðablik þrefaldaði forystu sína á 25. mínútu þegar Ólíver Stefánsson ,leikmaður ÍA, tapaði boltanum kæruleysislega á miðjunni, Gísli Eyjólfsson hljóp upp með boltann, kom honum á Höskuld sem átti fyrirgjöf sem fór af varnarmanni, beint á Ísak Snæ sem hamraði boltann á lofti í fjærhornið og skoraði sitt sjötta mark á tímabilinu. Glæsileg afgreiðsla! Ísak Snær fagnaði ekki að vanda og sýndi með því virðingu fyrir sínum fyrrum félögum. 

Bæði lið fengu ágætis færi það sem eftir var af fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta þau, hálfleikstölur 3:0. 

Dagur Dan kom Breiðablik svo í 4:0 þegar hann rændi boltanum af Brynjari Snæ Pálssyni sem var nýkominn inn á. Dagur fórr framhjá Árna Snæ og skoraði, þetta var fyrsta mark Dags Dan fyrir Breiðablik í efstu deild! ÍA fékk sárabótamark á 77. mínútu þegar Dagur Örn setti boltann í sitt eigið net, 1:4. 

Anton Logi kláraði leikinn endanlega með flottu skoti utan að teig eftir sendingu Omar Sowe, varamennirnir unnu vel saman þar og staðan orðin 5:1.

 Næsti leikur ÍA er gegn Val á Origo-vellinum næsta miðvikudag. Breiðablik fær Stjörnuna í heimsókn og má búast við hörkuleik þar!

Breiðablik fagnar eitt af mörkum sínum
Breiðablik fagnar eitt af mörkum sínum Ljósmynd/Skagafréttir
ÍA 1:5 Breiðablik opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert