Freyja kom Þrótturum á toppinn

Úr leik liðanna á síðasta tímabili.
Úr leik liðanna á síðasta tímabili. mbl.is/Unnur Karen

Keflavík og Þróttur mættust í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld í hæglætis veðri suður með sjó á Nettó-vellinum.

Liðin komu af ólíku gengi síðustu umferðir þar sem að Keflavík hefur skrikað fótur eftir frábæra byrjun á mótinu en Þróttur að koma frá tveggja leikja sigurgöngu. Svo fór að Þróttur sigraði í Keflavík í kvöld 2:1 eftir dramatík á lokamínútum leiksins og komst með því í efsta sæti deildarinnar en Keflavík sigur eftir í sjöunda sætinu.

Það var nú engin "konfekt" bolti sem leikinn var í Keflavíkinni þetta kvöldið og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Murphy Agnew kom Þrótti yfir á 22. mínútu leiksins, 1:0, nánast uppúr engu og þegar lítið benti til þess að mörk yrðu yfir höfuð skoruð.

Gestirnir úr Laugardalnum virtust fá smá kraft eftir markið og sóttu vissulega að marki Keflavíkur en þau erfiði skiluðu sér hinsvegar ekki.

Seinni hálfleikur bauð uppá meiri skemmtun og voru það Þróttur sem sóttu harðar að marki. Á 60. mínútu dró til tíðinda þegar Keflavík loksins náði að koma sér í færi í leiknum. Dröfn Einarsdóttir gerði gríðarlega vel í að stýra skalla í fjær hornið hjá Þrótti og jafnaði leikinn, 1:1.

Eftir þetta sóttu Þróttarar nokkuð að marki og áttu vissulega fín færi. Allt stefndi í jafntefli þegar á 90. mínútu kom sending inn í teig og Freyja Karín Þorvarðadóttir skallaði boltann að marki, Samantha markvörður Keflavíkur hafði ætlað sér að slá boltann burt en missti af honum og skalli Freyju hafnaði í markinu, 2:1.

Sigur Þróttarkvenna er óhætt að segja að hafi verið sanngjarn. Þær voru sprækari í leiknum og voru að skapa sér fín færi þrátt fyrir að ná ekki að skora nema tvö mörk. Keflavíkurkonur hafa vissulega spilað betur en í kvöld. Þær voru kannski ekkert slæmar að öllu leyti. Vörðust vel en sóknarleikur þeirra var gersamlega lamaður lungann úr leiknum og sem fyrr voru ekki að ná að skapa sér nein hættuleg færi. Þróttur hafa nú tekið þrjá sigra í röð í deildinni og skella sér á topp deildarinnar í bili í það minnsta.

Keflavík 1:2 Þróttur R. opna loka
90. mín. Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.) skorar 1:2 Sigurmarkið líklega komið. Sending inní teig þar sem að Freyja Karín var á réttum stað og skallaði boltann í netið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert