Einblínum einungis á frammistöður

Alfons og félagar á landsliðsæfingu í gær.
Alfons og félagar á landsliðsæfingu í gær. mbl.is/Óttar

„Það voru kaflar í leiknum sem við litum út eins og við viljum líta út,“ sagði Alfons Sampsted í samtali við mbl í gær. Alfons lék allan leikinn gegn Ísrael í 2:2 jafntefli í Haifa. 

Alfons var nokkuð sáttur með frammistöðuna gegn Ísrael:

„Það eru nokkrir hlutir sem við getum tekið jákvætt með okkur. Það voru flottir kaflar í leiknum þar sem við lokum þeim svæðum sem að Ísraelarnir eru hættulegastir í. Við náðum að þvinga þá í erfiðar stöður og getum unnið boltann og þegar við vinnum boltann erum við hættulegir í skyndisóknunum. 

Þannig í raun og veru eru kaflar í leiknum okkar sem við lítum út eins og við viljum líta út, það er jákvætt en nú þurfum við að byggja ofan á það og láta kaflanna vera lengri.“

„Hvað hefði mátt fara betur?“ Blaðamaður spyr. 

„Ef þú horfir á byrjun leiksins, þá erum við mikið að elta og þeir eru mikið að finna sendingar á milli línanna. Svo er það einnig lok leiksins þar sem við erum að hleypa þeim heldur auðvelt í fyrirgjafastöður og skotstöður. Það koma tímabil þar sem að við þurfum að loka svæðunum þar sem að andstæðingur er hættulegur í.“

Markmiðið er að sýna hvað við getum 

Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. 

„Aðalundirbúningur hingað til fyrir næsta leik er bara að horfa á leikinn gegn Ísrael og vinna í því sem við viljum taka með okkur þaðan. Svo í kvöld og á morgun förum við yfir Albaníu og yfirfæra okkar leikplan yfir á þann leik. 

Okkar markið í deildinni er að sýna að við séum lið sem getur tekið úrslit. Við náðum í eitt stig á útivelli núna gegn Ísrael og næsta skref er að byggja ofan á það og tengja tvær flottar frammistöður. Ég hef fulla trú á því að ef maður nær frammistöðu þá fylgja úrslitin.“

Allur bærinn er með okkur í þessu

Alfons leikur með Bodø/Glimt í Noregi og hefur verið lykilmaður þar. Bodø/Glimt hefur unnið deildartitilinn tvisvar í röð og komst í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar í vor. Liðið hefur hinsvegar ekki byrjað jafn vel á þessu ári og situr í áttunda sætinu ellefu stigum frá toppnum. 

Aðspurður út í þetta allt hafði Alfons þetta að segja:

„Þetta er búið að vera æðislegt. Sem dæmi að fá að spila út í Evrópu með litlum klúbbi, eða kannski ekki litlum klúbbi lengur en klúbbi frá litlum bæ er æðislegt. Manni líður eins og allur bærinn sé með manni í þessu. Við erum oft að fá fjögur til fimm þúsund manns með okkur á útivelli, þetta er alveg ótrúlegt. 

Úrslitin hafa ekki verið okkar megin í byrjun tímabils. Það er ákveðin áskorun þegar það gengur vel svo allt í einu fara hlutir að ganga verr. Okkar markmið í Bodø/Glimt hefur alltaf verið að einblína á frammistöðurnar og sjá hvernig við getum unnið okkur úr þessu. Það hefur verið mikil þreyta, bæði andleg og líkamsleg í liðinu. Þannig vonandi er þessi landsleikjagluggi fínn núllpunktur fyrir alla hina til að fá smá frí og svo getum við náð aftur kraft í okkar leik. 

Við í Bodø/Glimt erum svolítið öfgafull. Við horfum bara á frammistöður og förum ekki í leiki til þess að vinna eða tapa, við förum til að sækja góðar frammistöður. En yfirhangandi markiðið er að ef maður nær í góðar frammistöður þá nærðu í góð úrslit og getur unnið deildina. Þannig það væri frábært ef að við myndum ná að snúa þessu við og koma okkur ístöðu til að vinna, en akkúrat núna er helsta áherslan að ná leiknum okkar aftur á stigið sem við viljum,“ sagði Alfons að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert