Íris kölluð inn í landsliðshópinn á EM

Íris Dögg Gunnarsdóttir er komin í landsliðshópinn.
Íris Dögg Gunnarsdóttir er komin í landsliðshópinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íris Dögg Gunnarsdóttir markvörður úr Þrótti í Reykjavík hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu í stað Telmu Ívarsdóttur sem meiddist á æfingu í Manchester í gær.

Hún verður ekki í hópnum gegn Ítalíu í dag en er væntanleg til móts við liðið í Crewe á morgun og verður þá í hópnum í leiknum gegn Frökkum á mánudag.

Íris er 32 ára gömul og á að baki 114 leiki í efstu deild með Þrótti, FH, Fylki og KR og þá lék hún á sínum tíma einn leik með 23 ára landsliðinu og sjö leiki með U19 ára landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert