Ég bjóst ekki við 5:0 en við tökum þessu

Natasha Anasi fagnar marki með liði sínu í kvöld.
Natasha Anasi fagnar marki með liði sínu í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Breiðablik vann 5:0 sigur á liði KR í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld og Natasha Moraa Anasi bar fyrirliðaband liðsins í fjarveru Ástu Eir Árnadóttir. 

„Við vorum aðeins að koma okkur í gang í fyrri hálfleik og svo í seinni hálfleik kom meira skipulag og náðum að klára leikinn með stæl. Við vorum smá opnar í miðjunni og töluðum um það í hálfleik að laga það, finna miðjuna og sækja að utan eins og við elskum að gera,“ sagði Natasha.

„Ég bjóst ekki við 5:0 en við tökum þessu! Það er alltaf gaman að vinna svona stórt.“

Miklar breytingar voru á liði Blika og til dæmis vantar Telmu Ívarsdóttir landsliðsmarkvörð og Ástu Eir fyrirliða. „Ég viðurkenni það var skrítið að fara inn í þennan leik því það voru stórir karakterar sem voru ekki með okkur í dag en þá voru stelpur sem við voru tilbúnar að stíga upp og taka af skarið og sýna sig sem leikmenn og þær gerðu það með sóma,“ sagði Natasha í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

Sigur Blika minnkaði muninn í topplið Vals í tvö stig þar sem Valur gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna sem er í 3. sæti, fjórum stigum á eftir Breiðabliki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert