Auðvitað var smá lukka með okkur

Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Ég er náttúrlega bara ánægður að hafa unnið leikinn og mér fannst við vera ofan á allan tímann og hafa nokkuð góða stjórn á leiknum en svo fá þeir auðvitað vítaspyrnu í stöðunni 1:0 sem að Frederik ver.

Svo skorum við náttúrulega aftur og þá hefðum við átt bara að klára leikinn og við fengum færi í fyrri hálfleik til að gera 1-2 mörk þannig að mér fannst sigurinn sanngjarn“

Ólafur talaði um að það hefði verið smá lukka yfir þessum sigri en á sama tíma fannst honum sigurinn sanngjarn.

„Auðvitað er smá lukka með okkur að hann hafi varið vítið og það gefur okkur helling og við vorum náttúrulega yfir í leiknum og vorum svolitlir klaufar að vera ekki búnir að klára hann fyrr af því að við vorum ofan á allan tímann og áttum að vinna þennan leik sem við gerðum“

Ólafi líst vel framhaldið en Valur eru komnir með 7 stig í síðustu þremur leikjum og eiga Stjörnuna í næsta leik.

„Mér líst vel á framhaldið og við getum ekki hugsað lengra en til næsta leiks og það er gegn Stjörnunni sem er í hörkustuði og það verður skemmtilegur leikur, ég veit það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert