Daniel sló met bróður síns

Daniel Ingi er fæddur árið 2007.
Daniel Ingi er fæddur árið 2007. Ljósmynd/ÍA

Daniel Ingi Jóhannesson varð á dögunum yngsti leikmaður ÍA til að spila fyrir félagið þegar hann kom inn á í leik liðsins gegn Breiðabliks.

Þann 1. ágúst spilaði ÍA leik gegn Blikum sem fór 3:1 fyrir Breiðablik en á 85. mínútu kom Daniel Ingi inn á og varð þá sá yngsti til að gera það fyrir félagið.

Metið í efstu deild hjá ÍA átti Sigurður Jónsson en hann var 15 ára og 300 daga þegar hann kom inn á en Daniel var 15 ára og 119 daga gamall þegar hann kom inn á.

Yngstur til þess að spila deildarleik fyrir ÍA átti Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður og leikmaður Fc Kaupmannahafnar, en það er eldri bróðir Daniels. Ísak var 15 ára og 182 daga gamall þegar hann kom inn á gegn Þrótti Reykjavík í næst efstu deild árið 2018.

Daniel hefur einnig verið valinn til að taka þátt í verkefni með U15 ára landslið karla sem taka þátt í tveimur æfingaleikjum U15 karla í Færeyjum.

„Daniel er einn af okkar efnilegustu leikmönnum og á framtíðina fyrir sér,“ sagði ÍA um leikmanninn í tilkynningu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert