Ísland er versta land sem ég hef heimsótt

Chris Jastrzembski í baráttu við Pablo Punyed í bikarleik Selfoss …
Chris Jastrzembski í baráttu við Pablo Punyed í bikarleik Selfoss og Víkings úr Reykjavík. mbl.is/Óttar Geirsson

Chris Jastrzembski, pólskur knattspyrnumaður sem lék með Selfossi í 1. deild karla, Lengjudeildinni, fyrri hluta tímabils segir dvöl sína á Íslandi hafa verið hreint ömurlega þar sem afar illa hafi verið komið fram við hann.

„Ísland? Versta land sem ég hef heimsótt á ævinni. Ég mun aldrei fara þangað aftur,“ sagði Jastrzembski í samtali við pólska miðilinn Przeglad Sportowy.

Hann lék níu deildarleiki og fjóra bikarleiki hér á landi áður en samningi hans var rift í síðasta mánuði.

 „Pólverjar búa á Íslandi og það er fínt fólk en reynsla mín af Íslendingum er afleit. Ég mæli ekki með því að neinn fari þangað.

Fólk er litið hornauga. Félagið kom verr fram við mig af því ég er með pólskt vegabréf,“ bætti Jastrzembski við.

Í viðtalinu nefndi hann dæmi um ljóta framkomu í sinn garð þar sem ónefndur yfirmaður hans hafi sagt að það gerði ekkert til ef hann myndi deyja þar sem fjöldi Pólverja gætu komið í hans stað.

„Ég bað konu um að halda við stiga fyrir mig. Þá kom yfirmaður okkar og sagði að ég þyrfti enga aðstoð enda væri ekki svo mikill vindur. Konan gekk í burtu og ég datt.

Henni þótti það mjög leitt og baðst afsökunar en ég sagði að þetta væri ekkert mál af því að þetta gæti komið fyrir hvern sem er.

Þá sagði yfirmaðurinn eitthvað við hana á íslensku sem ég skildi ekki. Konan sagði mér síðar að hann hafi sagt að ég væri bara pólskur og að ef ég myndi deyja væru margir Pólverjar sem gætu komið í minn stað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert