Þróttur marði botnliðið – Baldur hetja Völsungs

Baldur Sigurðsson í leik með Völsungi gegn ÍR fyrr í …
Baldur Sigurðsson í leik með Völsungi gegn ÍR fyrr í sumar. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Þróttur úr Reykjavík vann mikilvægan og dramatískan sigur, 3:2, á botnliði Magna þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir skömmu fyrir leikhlé og Eiríkur Þorsteinsson Blöndal tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik.

Eftir tæplega klukkutíma leik minnkaði Angantýr Máni Gautason muninn fyrir Magna.

Á 84. mínútu jafnaði Jesse James Devers svo metin fyrir gestina frá Grenivík.

Fjórum mínútum síðar skoraði Guðmundur Axel Hilmarsson hins vegar sigurmark Þróttar og tryggði heimamönnum stigin þrjú.

Þróttur er áfram í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Njarðvíkur og sex stigum fyrir ofan Völsung og Ægi í þriðja og fjórða sæti.

Völsungur heimsótti KF á Ólafsfjörð í Norðurlandsslag og hafði góðan 2:1-sigur.

Ljubomir Delic kom heimamönnum í KF yfir á 12. mínútu en á 24. mínútu fékk Julio Cesar Fernandes, leikmaður KF, beint rautt spjald og róðurinn því erfiður fyrir tíu heimamenn.

Það reyndist gestunum frá Húsavík þó erfitt að brjóta ísinn en það gerði Áki Sölvason loks á 79. mínútu.

Gamla kempan Baldur Sigurðsson skoraði svo sigurmark Völsungs á 90. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert