Undanúrslit Mjólkurbikarsins í kvöld

Lára Kristín Pedersen og Katrín Ásbjörnsdóttir í síðasta leik liðanna.
Lára Kristín Pedersen og Katrín Ásbjörnsdóttir í síðasta leik liðanna. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Sjarnan mætir toppliði Vals í Garðabæ í kvöld í undanúrslitum í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu. 

Valur komst í undanúrslit eftir 3:0 sigri á KR í 8-liða úrslitum. Valur komst einnig í undanúrslit í fyrra en tapaði þar gegn ríkjandi bikarmeisturum Breiðabliks. Valskonur hafa verið gríðarlega sterkar á tímabilinu og sitja í efsta sæti Bestu deildarinnar með 32 stig. Þær hafa einungis tapað einum leik og gert jafntefli í tveimur leikjum í sumar. Eitt jafnteflið var gegn Stjörnunni í júlí. 

Stjarnan er í 3. sæti með 21 stig og komst í undanúrslit í bikarnum með 4:1 sigri á ÍBV í Eyjum. Stjarnan datt út í 16-liða úrslitum gegn ÍBV í fyrra. Í stjörnunni er markahæsti leikmaður deildarinnar hún Jasmín Erla Ingadóttir með 7 mörk og fleiri spennandi leikmenn og búast má við hörkuleik.

Stjarnan - Valur  klukkan 19.45

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert