Þeir voru grimmari en við

Sigurður Heiðar Höskuldsson fékk gult spjald í 4:1 tapi Leiknis …
Sigurður Heiðar Höskuldsson fékk gult spjald í 4:1 tapi Leiknis gegn Fram í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Við fáum á okkur mörk úr tveimur föstum leikatriðum og þá fer leikurinn frá okkur“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 4:1 tap gegn Fram í Bestu deild karla í kvöld sem skilur Leikni eftir í fallsæti.

„Þetta er svekkjandi. Ég var nokkuð ánægðir með liðið mitt í fyrri hálfleik og fannst við koma vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst leikplanið bara ganga nokkuð vel upp og við vorum að, fannst mér, stöðva það sem Framararnir vildu gera.

Við fáum svo á okkur mörk úr tveimur föstum leikatriðum og þá fer leikurinn frá okkur. Leikurinn litaðist af því hvernig síðustu svona 20 mínúturnar voru þegar þeir voru með mikið sjálfstraust og gátu leikið sér með boltann,“ sagði Sigurður í viðtali við mbl.is í kvöld.

„Fyrsta markið var mjög klaufalegt, skot sem lekur í gegnum hendurnar á Viktori og hann er óheppinn með það. Þeir voru grimmari en við í þessum föstu leikatriðum. Ég held að þetta hafi verið fyrsta markið sem við fáum á okkur úr horni í sumar. Við erum yfirleitt mjög sterkir þar,“ sagði Sigurður um mörkin í kvöld.

Leiknir hefði með sigri komið sér yfir FH og þar með úr fallsæti en það tókst ekki. „Við höfum getað sent einhver lið í fallsæti núna í einhvern tíma og það er ekki þægilegt að vera undir strikinu en við bara höldum áfram, sagði Sigurður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert