Breiðablik sótti þrjú stig í Úlfarsárdal

Brynjar Gauti Guðjónsson og Jasun Daði Svanþórsson eigast við í …
Brynjar Gauti Guðjónsson og Jasun Daði Svanþórsson eigast við í Úlfarsárdal. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Breiðablik var í kvöld fyrsta lið til að sigra Fram á nýja heimavellinum þeirra þegar liðin mættust á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Leikurinnn endaði 2:0 fyrir Fram.

Fyrri hálfleikur var rólegur og Blikar voru með yfirhöndina en hvorugt liðið kom inn marki svo staðan var 0:0 þegar liðin gengu í búningsklefa. Í seinni hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson Breiðablik í 1:0 á 55. mínútu þar þar sem Framarar voru steinsofandi. Sölvi fær boltann fyrir utan teig Fram og gat lagt hann fyrir sig í rólegheitunum áður en hann hamraði honum í netið 1:0. 

Á 71. Mínútu fær svo Jesus Yendis, varnarmaður Fram, rautt spjald fyrir að henda sér á Ísak Snæ Þorvaldsson, sem var mögulega rangstæður en það er erfitt að sjá það. Hann fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn en eftir að Ísak fer niður dæmir hann ekki strax því Viktor Karl kom á fleygi ferð á eftir honum þar sem Ólafur varði skot hans fengu þeir aukaspyrnuna en Höskuldur setti hana í varnarvegginn. 

Á næstu mínútum var ekki að sjá að topplið Blika voru manni fleiri en Framarar sem hafa verið fyrir miðju deildarinnar. 

Á 84. mínútu skorar svo Höskuldur Gunnlaugsson annað mark Blika. Davíð Ingvarsson kom með sendingu fyrir sem Ísak kemst í í hörku baráttu við Brynjar Gauta, hann sendir hann út þar sem Höskuldur var réttur maður á réttum stað og setti hann í markið 2:0.

Sigur Breiðabliks í kvöld kemur þeim í 42 stig á toppi deildarinnar þar sem þeir sitja öryggir með 6 stiga forskot á KA sem er í öðru sæti.

Fram er með 22 stig í 7. sæti eftir leik kvöldsins. Þremur stigum frá KR sem er í 6. sæti en fjórir leikir eru þar til deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta.

Fram 0:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Ekki mikill hasar í Dalnum í kvöld en 2:0 fyrir Breiðablik loka staða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert