Stjarnan og Tindastóll unnu

Jasmín Erla Ingadóttir skoraði fyrir Stjörnuna.
Jasmín Erla Ingadóttir skoraði fyrir Stjörnuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan lagði ÍBV að velli, 3:1, í riðli 2 í A-deild deildabikars kvenna í knattspyrnu, Lengjubikarsins, í Garðabæ í gær.

Þegar lá fyrir að Stjarnan og Breiðablik færu í undanúrslitin en Stjarnan er með 13 stig og Breiðablik er með tíu stig og mætir Keflavík í dag. Blikar vinna riðilinn með sigri í dag.

Sigurliðið mætir annaðhvort Þór/KA eða Val í undanúrslitum en liðið í öðru sæti mætir Þrótturum sem unnu riðil 1.

Olga Sevcova kom ÍBV yfir snemma leiks. Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði fljótlega, Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði annað mark Stjörnunnar í byrjun síðari hálfleiks og Arna Dís Arnþórsdóttir það þriðja undir lokin.

Tindastóll vann Aftureldingu, 2:0, í 2. riðli á Sauðárkróki. Fyrra markið var sjálfsmark og það síðara skoraði Aldís María Jóhannsdóttir.

ÍBV er með 6 stig, Tindastóll 6, Keflavík 3 og Afturelding 3. Keflavík á eftir tvo leiki og Tindastóll einn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert