Eina raunhæfa markmið tímabilsins

„Stærsti munurinn á liðinu frá því í fyrra er sá að miðvörðurinn Bruno Soares er farinn,“ sagði Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþróttadeildar mbl.is og Árvakurs, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um HK.

Nýliðum HK er spáð 12. og neðsta sæti deildarinnar í ár í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í 2. sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Ég held að HK sé fyrst og fremst með það markmiði að halda sæti sínu í deildinni og er það eina raunhæfa markmiðið,“ sagði Víðir meðal annars. 

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

HK-ingar fagna sæti í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.
HK-ingar fagna sæti í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert