Tilfinningin er ólýsanleg

Gísli Eyjólfsson í baráttunni við Kennie Chopart í dag.
Gísli Eyjólfsson í baráttunni við Kennie Chopart í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

„Tilfinningin er ólýsanleg, ótrúlega gaman að koma hingað og fá þrjá punkta, það er ekki gefið,“ sagði Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, í samtali við mbl.is eftir að hann tryggði liðinu 1:0-sigur á KR í Bestu deildinni í fótbolta í dag.

KR búið að vera í öldudal og Breiðablik að tengja saman sigra, hversu mikilvægt er það að sigra í dag?

„Það er gríðarlega mikilvægt, við viljum halda okkar skriði, við erum komnir með fjóra, kannski fimm með bikarleiknum í röð núna og maður vill fá sjálfstraust í alla leikmenn og fá sjálfstraust í hópinn og að menn átti sig á því allt sem maður leggur í þetta, það skilar sér.

Með því að vinna marga leiki í röð að þá eru menn að halda í öll þessi prinsipp sem er búið að vera að stúdera og bara virkilega gott að ná öðrum sigri í dag,“ sagði Gísli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert