Blikar slógu markametið

Klæmit Olsen fagnar eftir að hafa skorað þriðja mark Breiðabliks …
Klæmit Olsen fagnar eftir að hafa skorað þriðja mark Breiðabliks í uppbótartíma fyrri hálfleiks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik varð í kvöld fyrsta íslenska karlaliðið til að skora sjö mörk í Evrópuleik i fótbolta þegar Kópavogsfélagið burstaði Tre Penne, meistaralið San Marínó, 7:1 á Kópavogsvellinum í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Fyrra metið áttu Víkingar og KR-ingar í sameiningu en KR vann Glenavon frá Norður-Írlandi 6:0 á útivelli árið 2016 og Víkingar unnu Levadia Tallinn frá Eistlandi 6:1 á Víkingsvellinum síðasta sumar.

Breiðablik og KR deila því stærsta sigrinum þar sem bæði félög hafa unnið Evrópuleik með sex marka mun.

Blikar bættu eigið félagsmet þegar þeir skoruðu fimmta markið á 74. mínútu leiksins en þeir höfðu áður skorað fjögur mörk í tvígang gegn mótherjum frá Andorra. Gegn FC Santa Coloma árið 2013 og gegn UE Santa Coloma árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert