Stefán í læknisskoðun á sunnudaginn

Stefán Ingi Sigurðarson kvaddi Breiðablik með marki gegn Buducnost í …
Stefán Ingi Sigurðarson kvaddi Breiðablik með marki gegn Buducnost í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Stefán Ingi Sigurðarson, markahæsti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta, kvaddi Breiðablik eftir stórsigurinn á Buducnost í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Stefán skoraði þar eitt markanna í sigrinum, 5:0, og fékk gott lófatak þegar honum var skipt af velli seint í leiknum.

Stefán Ingi staðfesti við mbl.is eftir leikinn að þetta hefði verið hans kveðjuleikur fyrir Breiðablik og að hann muni gangast undir læknisskoðun hjá belgíska félaginu Patro Eisden á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert