„Við ætlum að halda okkur þarna“

Agla María Albertsdóttir eltir Hugrúnu Pálsdóttur í leiknum í kvöld.
Agla María Albertsdóttir eltir Hugrúnu Pálsdóttur í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, var að vonum hæst ánægð með frammistöðu sína í kvöld þegar Breiðablik lagði Tindastól 4:0 í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Agla María var allt í öllu og fullkomnaði svo þrennuna þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Hún segir að liðið hafi verið á fullu allan tímann og hrósaði liðsfélögum sínum í hástert.

„Mér finnst til dæmis Clara sem kom inn á miðjuna og hefur ekki spilað mikið undanfarið hafa verið frábær, hún lagði upp tvö mörk á mig í dag og var gjörsamlega stórkostleg á miðjunni.“

Breiðablik situr á toppi deildarinnar og segir Agla María að þær vilji vera þar.

„Við ætlum að halda okkur þarna „top of the league“ eins og þjálfarinn okkar segir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert