Svo er maður að berjast við hausinn

Viktor Örn Margeirsson kátur í leikslok.
Viktor Örn Margeirsson kátur í leikslok. mbl.is/Hákon Pálsson

Viktor Örn Margeirsson, varmarmaður Breiðabliks, var kampakátur þegar hann ræddi við mbl.is eftir 2:1-sigur liðsins á Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Breiðablik vann einvígið 3:1 samanlagt, eftir 1:0-útisigur í fyrri leiknum.

„Þetta er geggjað og ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Að spila og vinna svona leiki með svona frammistöðu er geggjað. Ef eitthvað er hefðum við getað unnið stærra. Mér fannst þetta verðskuldað, heima og úti,“ sagði Viktor við mbl.is.

Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Örn Margeirsson kátir í leikslok.
Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Örn Margeirsson kátir í leikslok. mbl.is/Hákon Pálsson

Viktor og félagar hans í vörninni þurftu m.a. að glíma við Rory Gaffney, stóran og stæðilegan framherja liðsins, en skiluðu sínu mjög vel.

„Mér leið bara vel allan tímann. Hann er stór og mikill framherji og það er gaman að eiga við hann. Það er gaman að skila svona frammistöðu á móti svona góðum sóknarmanni.

Við lögðum allt í þetta í lokin og unnum fyrir hvern annan. Þá líður mér vel og þá finn ég fyrir stoltinu, þegar við vinnum þetta saman,“ sagði varnarmaðurinn.

Hann var mjög ánægður með leikina tvo, gegn sterku írsku liði.

Viktor Örn fagnar í leikslok.
Viktor Örn fagnar í leikslok. mbl.is/Hákon Pálsson

„Þetta er virkilega gott lið. En við vorum vel undirbúnir og einbeittir. Við héldum vel í okkar grunngildi og þá koma sigrarnir. Við einbeittum okkur að okkur og aðlögðum okkar þegar við þurftum að þeirra áherslum. Við skiluðum góðu dagsverki í báðum leikjum.“

Breiðablik mætir danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn í næstu umferð, en fyrir fyrri leikinn á Kópavogsvelli mæta Blikar ÍBV í deildinni.

„Maður er búinn að pæla í næsta einvígi, en svo er maður að berjast við hausinn og reyna að geyma þann leik, þangað til við klárum ÍBV-leikinn. Nú fer allur fókus á þann leik. Svo förum við að krafsa í Kaupmannahafnarliðinu og að sjá hvað við getum gert til að vinna þá heima,“ sagði Viktor Örn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert