Fram í frábærri stöðu fyrir lokaumferðina

Framarar fagna sigurmarkinu.
Framarar fagna sigurmarkinu. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram vann gríðarlega sterkan 1:0-sigur á KA í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu á Framvellinum í kvöld.

Úrslitin þýða það að Framliðið er komið í áttunda sæti með 27 stig, þremur stigum meira en ÍBV í ellefta sæti og mun betri markatölu. Þarf því ansi mikið að gerast í síðustu umferð til þess að Fram falli um deild. Fram og HK eru með 27 stig, Fylkir 26 og ÍBV 24 og eitt þessara liða fer niður ásamt Keflavík. 

Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleiknum en liðin skiptust á að vera með boltann. Besta færi hálfleiksins fengu Framrarar á 23. mínútu. Þá varði KA-maðurinn Steinþór Már Auðunsson skalla Guðmundar Magnússonar en boltinn féll síðan fyrir Aron Jóhannsson sem setti hann óskiljanlega framhjá í dauðafæri. 

Síðari hálfleikurinn var mun meiri skemmtun en á 55. mínútu kom Þengill Orrason Frömurum yfir þegar hann tæklaði boltann í stöngina og inn þegar Guðmundur Magnússon skallaði boltann til hans á markteignum, 1:0. 

Bæði lið fengu svo fínustu færi næstu mínútur. Ungi Framarinn Viktor Bjarki Daðason var einn gegn Steinþóri en skaut beint í fangið á markmanninum. Þá fékk Harley Willard dauaðfæri fyrir Akureyringa en setti boltann framhjá. 

Fram mætir næst Fylki í Árbænum í lokaumferðinni næsta laugardag en KA fær HK í heimsókn á sama tíma. Þá mætast ÍBV og Keflavík einnig í Vestmannaeyjum. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fram 1:0 KA opna loka
90. mín. Fram virðist ætla að sigla þessum sigri heim.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert