Fengum of mörg mörk á okkur síðast

Viktor Örn Margeirsson í baráttunni í leik Breiðablik og Zorya …
Viktor Örn Margeirsson í baráttunni í leik Breiðablik og Zorya Luhansk í Sambandsdeildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hann var erfiður að mörgu leyti, Gent er virkilega sterkur andstæðingur. Hins vegar er það þannig að það var margt sem við gerðum vel í leiknum, við fengum þrjú góð tækifæri til þess að skora og að okkar mati fengum við of mörg mörk á okkur.

Við þurfum að passa okkur á því að læra mikið af leiknum án þess að ætla að umbylta öllu sem við gerðum.

Í undirbúningi okkar höfum við lagt áherslu á það sem við gerðum vel og reynum að laga til í ákveðnum færslum, sérstaklega í varnarleiknum,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær, fyrir leik liðsins gegn Gent í 4. umferð B-riðils Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.

Fyrri leik liðanna í Gent fyrir tveimur vikum lauk með öruggum 5:0-sigri heimamanna.

Enginn leikur á milli

Fyrir þann leik náði Breiðablik að spila æfingaleik við varalið Rangers en ekki tókst að fá æfingaleik á milli leikja að þessu sinni.

„Við höfum ekki spilað síðan við spiluðum við Gent síðast en við munum taka þátt í Bose-mótinu, fáum þar þrjá leiki, þannig að nú verða leikir í hverri viku þangað til keppni lýkur, sem hjálpar okkur gríðarlega mikið.

Við verðum fyrsta liðið í sögu Bose-mótsins til þess að taka þátt í tveimur slíkum á sama tímabilinu,“ sagði hann glettinn og bætti við að reynt hefði verið að koma æfingaleik í kring.

Ekkert annað lið að æfa

„Það var ekkert íslenskt lið að æfa þegar við vorum að skoða það um síðustu helgi. Það var einhver hugmynd um að reyna að spila við eitthvert af yngri landsliðunum en þau voru bara ekki farin af stað heldur.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert