Gylfi þarf á hvíld að halda

Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Lyngby í Danmörku.
Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Lyngby í Danmörku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar á fjarfundi með blaðamönnum í dag.

Ísland mætir Ísrael á útivelli í B-riðli Þjóðadeildarinnar um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Sigurvegarinn mætir svo Úkraínu í úrslitum umspilsins um sæti í lokakeppninni og fer sá leikur einnig fram á útivelli.

Ætti að vera klár í slaginn

Gylfi Þór, sem er 34 ára gamall, er að glíma við meiðsli þessa dagana og þurfti af þeim sökum að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Slóvakíu og Portúgal á útivelli í J-riðli undankeppni EM 2024 í nýliðnum landsleikjaglugga.

„Gylfi Þór er að glíma við álagsmeiðsli og gat af þeim sökum ekki tekið þátt í verkefninu með okkur,“ sagði Hareide þegar hann ræddi málefni landsliðsmannsins.

„Gylfi þarf á hvíld að halda. Það er erfitt að koma til baka af fullum krafti eftir tveggja ára fjarveru. 

Ég reikna hins vegar með því að hann verði klár í slaginn í mars fyrir umspilið,“ bætti Hareide við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert