„Svo eru sérfræðingar og einhver hlaðvörp að jarða þá“

Åge Hareide tók við stjórnartaumunum hjá landsliðinu í apríl á …
Åge Hareide tók við stjórnartaumunum hjá landsliðinu í apríl á þessu ári. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Við þurfum smá jákvæðni í kringum landsliðið okkar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið.

Uppbyggingarfasi sem tekur tíma

Íslenska liðið endaði í 4. sæti J-riðils undankeppni EM 2024 undir stjórn Åge Hareide en liðið er á leið í umspil í mars um sæti í lokakeppninni þar sem Ísrael verður andstæðingur liðsins.

„Það eru ungir strákar að koma þarna inn og þeir eru að leggja sig alla fram í verkefnið,“ sagði Heimir.

„Svo eru sérfræðingar og einhver hlaðvörp að jarða þá. Þessi uppbyggingafasi mun taka tíma og það gleymist oft að það tók Lars Lägerback tvö ár að búa til lið hérna.

Åge Hareide kemur inn í þetta í miðri undankeppni og fær enga vináttulandsleiki til að slípa liðið saman. Það tekur tíma að búa til lið og liðsheild og ég held að hann sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði Heimir meðal annars.

Umræðan um íslenska landsliðið hefst á mínútu 30:00 en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert