Með samningstilboð frá Íslandsmeisturunum

Sandra María Jessen ásamt dóttur sinni.
Sandra María Jessen ásamt dóttur sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Sandra María Jessen er með samningstilboð frá Íslandsmeisturum Vals.

Þetta herma heimildir mbl.is og Morgunblaðsins en Sandra María, sem er 28 ára gömul, er samningslaus þessa dagana.

Sandra María lék 19 leiki með Þór/KA í Bestu deildinni á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði átta mörk en samningur hennar við Akureyringa rann út í haust.

Hún er uppalinn á Akureyri og á að baki 153 leiki fyrir Þór/KA í efstu deild þar sem hún hefur skorað 89 mörk. Þá á hún að baki 37 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað sex mörk.

Hún hefur einnig leikið með Bayer Leverkusen og Slavia Prag á atvinnumannaferlinum en hún gæti einnig skrifað undir nýjan samning við Akureyringa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert