Þessi umræða ætti ekki að vera til

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á Laugardalsvelli ásamt liðsfélögum …
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á Laugardalsvelli ásamt liðsfélögum sínum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það skiptir öllu máli fyrir íslenskan fótbolta að komast á stórmót,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið.

Eigum alltaf að reyna það

Íslenska liðið endaði í 4. sæti J-riðils undankeppni EM 2024 undir stjórn Åge Hareide en liðið er á leið í umspil í mars um sæti í lokakeppninni þar sem Ísrael verður andstæðingur liðsins.

„Umræða um að við eigum ekkert erindi á stórmót ætti ekki að vera til,“ sagði Heimir.

„Ef við getum komist á stórmót þá eigum við að reyna það. Reynslan, að taka þátt í þessu og peningarnir líka. Við eigum alltaf að reyna komast á stórmót,“ sagði Heimir meðal annars.

Umræðan um íslenska landsliðið hefst á mínútu 30:00 en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert