„Nú verða allir í Kópavogi brjálaðir út í mig“

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mörkin sem við höfum verið að fá á okkur í undankeppninni hafa komið eftir einstaklingsmistök og tökum bara Breiðablik og KÍ Klaksvík og gengi þeirra í Sambandsdeildinni í ár sem dæmi,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið.

Gera ekki mikið af mistökum

Breiðablik er án stiga í B-riðli keppninnar á meðan KÍ Klaksvík frá Færeyjum er með fjögur stig í A-riðlinum en bæði lið eru að leika í riðlakeppni í Evrópukeppni í fyrsta sinn.

„Stærsta ástæðan fyrir því að KÍ er komið með fjögur stig í sínum riðli er sú að þeir gera ekki mikið af mistökum,“ sagði Heimir.

„Þeir liggja til baka, beita skyndiskónum og gera ekki mikið af mistökum. Svo ertu með Breiðablik þar sem menn eru að gera alltof mikið af einstaklingsmistökum. Menn tapa boltanum á slæmum stöðum og tapa stöðunni einn á móti einum.

Það er ástæðan fyrir því að þeir eru að fá á sig alltof mikið af mörkum og þetta er mjög gott dæmi um það hvernig þú átt að gera hlutina og hvernig þú átt ekki að gera hlutina. Núna verða allir í Kópavoginum brjálaðir út í mig,“ sagði Heimir meðal annars í léttum tón.

Umræðan um Breiðablik og KÍ Klaksvík hefst á mínútu 36:00 en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert