„Þá erum við á algjörum villigötum í íþróttaþjálfun“

Óli Stefán Flóventsson hefur látið af störfum á Hornafirði.
Óli Stefán Flóventsson hefur látið af störfum á Hornafirði. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Óli Stefán Flóventsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Sindra í knattspyrnu.

Frá þessu greindi hann í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Facebook en Óli Stefán, sem er 47 ára gamall, hefur stýrt Sindra frá því janúar 2021. Liðið vann sér sæti í 2. deild haustið 2022 en féll á ný niður í 3. deildina í haust.

Hann hefur einnig stýrt Grindavík og KA á þjálfaraferlinum en alls á hann að baki 212 leiki í efstu deild með Grindavík og Fjölni.

Sérstakt að vera ekki nálægt fótboltanum

Ég hef hafið störf á öðrum vettvangi en verð þó að segja að það er ansi sérstakt að vera ekkert nálægt fótboltanum, hvorki sem leikmaður né þjálfari, í fyrsta skipti frá því ég man eftir mér,“ skrifaði Óli Stefán í færslu sína.

Ásamt meistaraflokksþjálfun hef ég líka þjálfað yngri flokka og það verður að segjast eins og er að þar hef ég lært ótrúlega mikið um aðra skilgreiningu árangurs en bara sigur í næsta leik. Mín skoðun er að í yngri flokkum er óplægður akur tækifæra í því að þjálfa lífsleikni, eins og t.d mótlæti.

Ef að sigrar og verðlaun eru einu mælikvarðar árangurs, þá erum við á algjörum villigötum í íþróttaþjálfun, og erum því ekki að nota eða nýta verkfærin rétt. Þetta hef ég lært í þjálfum yngri flokka hjá Sindra og er ótrúlega þakklátur fyrir,“ skrifaði Óli Stefán meðal annars en færslu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert