Endurkomusigur FH í Kópavogi

Björn Daníel Sverrisson skoraði eitt marka FH í kvöld.
Björn Daníel Sverrisson skoraði eitt marka FH í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

FH vann sterkan sigur á Breiðabliki, 3:1, í fyrstu umferð 1. riðils í A-deild deildabikars karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld.

Eyþór Aron Wöhler kom Breiðabliki í forystu á 21. mínútu og leiddu heimamenn með einu marki í leikhléi.

Í síðari hálfleik snerist taflið hins vegar við.

Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin fyrir FH á 70. mínútu áður en Dusan Brkovic kom gestunum yfir í fyrsta sinn í leiknum sjö mínútum síðar.

Baldur Kári Helgason innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Hafnfirðinga þremur mínútum fyrir leikslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert