Get sagt frá því núna að ég stalst til þess inn á milli

„Það var svo sem ekki mælst til þess að maður væri að skella sér á skíði,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Þorvaldur, sem er 57 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni.

Gafst ekki mikill tími til skíðaiðkunar

Þorvaldur er mikill skíðamaður og æfði íþróttina lengi vel í heimabæ sínum Akureyri á sínum yngri árum en hann valdi að endingu fótboltann fram yfir skíðin.

„Þegar að ég var atvinnumaður á Englandi gafst ekki mikill tími til þess og það kom kannski fyrir, einu sinni eða tvisvar, að þú fékkst eitthvað vetrarfrí,“ sagði Þorvaldur.

„Skíðamennska og mótorsport var eitthvað sem var ekki mælst til að maður væri að stunda en ég horfi alltaf á þetta þannig að það væru alveg jafn miklar líkur á því að ég myndi meiðast inn á fótboltavellinum og í skíðabrekkunni.

Maður getur sagt frá því að núna að það kom fyrir að maður skellti sér á skíði,“ sagði Þorvaldur meðal annars.

Viðtalið við Þorvald í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert