„Þetta var líklega verst hjá Liverpool“

Guðni Bergsson lék með Tottenham frá 1988 til 1994.
Guðni Bergsson lék með Tottenham frá 1988 til 1994. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það var ákveðinn kjarni af strákum sem voru til dæmis einhleypir og þeir voru aðeins að skemmta sér,“ sagði Guðni Bergsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Guðni, sem er 58 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Vigni Má Þormóðssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Svona var menningin

Guðni lék með Tottenham á Englandi frá 1988 til 1994 en í þá daga var ákveðin drykkjumenning sem ríkti í kringum fótboltann á Englandi.

„Svona var menningin á þessum tíma og þetta var líklega verst hjá Liverpool sem var besta liðið á þessum tíma,“ sagði Guðni.

„Menn lögðu mikið á sig og skemmtu sér svo vel, á sunnudögum kannski og svo aftur í miðri viku. Það voru einhverjir í liðinu sem fóru alltaf út á fimmtudögum og það var kannski leikur á laugardegi.

Ég ræddi þetta nú við þá en þá hentaði fimmtudagurinn betur því föstudagsæfingin og síðasta æfingin fyrir leikdag var alltaf frekar létt.  Svona var þetta bara en þetta breyttist mikið með tilkomu manna eins og Arséne Wenger og fleiri erlendra þjálfara,“ sagði Guðni meðal annars.

Viðtalið við Guðna í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert