Ekki rétt að segja að Samherji dæli peningum í félagið

„Það er ekki rétt að segja að Samherji dæli peningum í KA,“ sagði Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Vignir Már, sem er 56 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Stuðningsaðili íþróttalífs á Akureyri

Vignir Már þekkir rekstur knattspyrnudeildar KA mjög vel en hann var formaður knattspyrnudeildarinnar í sjö ár áður en hann tók sæti í stjórn KSÍ.

„Samherji stofnaði sérstakan sjóð sem var ætlaður bæði tómstundum og íþróttum á Eyjafjarðarsvæðinu,“ sagði Vignir.

„Samherji er stuðningsaðili íþróttalífs á Akureyri. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa sterk fyrirtæki á Akureyri, eins og Samherja, ásamt öðrum fyrirtækjum.

Þeir styrkja margt starf mjög vel, þar á meðal KA en það er ekki aðalástæðan fyrir því að KA getur teflt fram liðum, það er bara hluti af því,“ sagði Vignir meðal annars.

Viðtalið við Vigni Má í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert