Klæddi sig óvænt úr fötunum á bekknum

„Hann náði mjög vel til mín og okkar allra, hann var góður vinur en á sama tíma harður líka,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Þorvaldur, sem er 57 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni.

Byrjar að klæða sig úr á bekknum

Þorvaldur var í lykilhlutverki hjá KA tímabilið 1989 þegar liðið varð Íslandsmeistari en Guðjón Þórðarson var þá þjálfari liðsins.

„Ég held að hann hafi ætlað sér að spila eitthvað með okkur líka,“ sagði Þorvaldur.

„Árið áður spiluðum við við Framarana í Laugardalnum, sögufrægur leikur, og ég var meiddur en Guðjón setur sjálfan sig á bekkinn. Það eru allir að hita upp og svo allt í einu byrjar hann að klæða sig óvænt úr fötunum og tjáir okkur það að hann sé á leiðinni inn á.

Hann skiptir sér inn á og er búinn að fá gult spjald eftir 35 sekúndur þegar hann fer í tæklingu við Gumma Steins. Síðan líða 95 sekúndur, hann sparkar í Gumma Steins, fær annað gula spjaldið sitt og er rekinn af velli,“ sagði Þorvaldur meðal annars.

Viðtalið við Þorvald í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðjón Þórðarson gerði KA að Íslandsmeisturum árið 1989.
Guðjón Þórðarson gerði KA að Íslandsmeisturum árið 1989. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert