Þurfti að passa sig þegar maður fór í nærbuxurnar

„Hann var og er ótrúlegur karakter og var þvílíkt hæfileikabúnt,“ sagði Guðni Bergsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Guðni, sem er 58 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Vigni Má Þormóðssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Urðu góðir mátar

Guðni hélt út í atvinnumennsku árið 1988 og lék með Tottenham í efstu deild Englands í sex ár en hann lék með leikmönnum á borð við Gary Lineker, Paul Gascoigne og Teddy Sheringham á tíma sínum hjá Tottenham.

„Lífsgleðin í honum og uppátækin hjá honum,“ sagði Guðni.

„Maður þurfti að passa sig þegar maður fór í nærbuxurnar, að það væri ekki hitakrem í þeim, og það var oft búið að klippa sokkana hjá manni.

Hann var að fíflast í öllum en við bjuggum á svipuðu svæði og urðum góðir mátar,“ sagði Guðni meðal annars.

Viðtalið við Guðna í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert