Ótrúlegt að við hefðum efni á þessu

„Lars Lagerbäck var þekktur einstaklingur og margreyndur landsliðsþjálfari og það var í sjálfu sér ótrúlegt að við hefðum efni á þessu,“ sagði Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Vignir Már, sem er 56 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Hann var auðmjúkur

Vignir sat í stjórn KSÍ á árunum 2007 til 2019 og kom að ráðningu Svíans Lars Lagerbäcks þegar hann tók við karlaliði Íslands.

„Hann er auðmjúkur og hann var kominn á ákveðinn aldur,“ sagði Vignir.

„Þetta snérist aldrei um peninga hjá honum. Formaður fékk umboð til að semja og við gátum boðið honum ákveðin laun, sem gekk upp,“ sagði Vignir meðal annars.

Viðtalið við Vigni Má í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Lars Lagerbäck og Gylfi Þór Sigurðsson fallast í faðma.
Lars Lagerbäck og Gylfi Þór Sigurðsson fallast í faðma. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert