Roy Keane var ekki sá versti

„Klefastemningin þarna var ekki fyrir hvern sem er og það var fullt af strákum þarna sem voru landsliðsmenn hjá Englandi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Þorvaldur, sem er 57 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni.

Þurftir að vera á tánum

Þorvaldur lék með Nottingham Forest í efstu deild Englands á árunum 1989 til 1993 og deildi þar klefa með leikmönnum á borð við Stuart Pearce og Roy Keane svo einhverjir séu nefndir.

„Metnaðurinn var mikill og þú þurftir svo sannarlega að vera á tánum í klefanum,“ sagði Þorvaldur.

„Að sama skapi var hópurinn góður og menn tóku mér vel. Þetta voru menn sem ætluðu að ná langt og þeir gátu verið ósvífnir.

Roy Keane var einn af þeim sem datt beint inn í liðið, svipað og ég gerði. Hann var ekkert verri en aðrir og hann var ekki versti maðurinn í klefanum,“ sagði Þorvaldur meðal annars.

Viðtalið við Þorvald í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert