Gaf dóttur sinni nýra

„Ég hætti að þjálfa hjá KA á sínum tíma þar sem ég þurfti að fara í aðgerð með dóttur minni og gefa henni nýra,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Þorvaldur, sem er 57 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni.

Hreyfingin snýst um félagsliðin

Þorvaldur hefur víðtæka reynslu sem þjálfari en hann hóf þjálfaraferilinn hjá uppeldisfélagi sínu KA og hefur einnig stýrt Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK, Keflavík, U19-ára landsliði Íslands á þjálfaraferlinum. Núna starfar hann svo sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Stjörnunni.

„Hún var einungis þriggja ára gömul og það var mjög stórt verkefni,“ sagði Þorvaldur.

„Þegar ég snéri aftur í þjálfun fór ég austur þar sem ég tók meðal annars þátt í að sameina þrjú félög. Þaðan lá leiðin til Fram þar sem ég átti frábæran tíma en þar upplifði ég það að fara í gegnum hrunið sem þjálfari knattspyrnuliðs.

Við vorum á leiðinni niður í FL-Group að sækja bónusinn okkar og þá var öllu skellt í lás og við allt í einu á hausnum. Öll mín reynsla hjá HK, Keflavík og núna Stjörnunni er það sem þú þarft til þess að vinna í hreyfingunni og hreyfingin snýst fyrst og fremst um félagsliðin,“ sagði Þorvaldur meðal annars.

Viðtalið við Þorvald í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert