Írskur markvörður til KR-inga

Norðmaðurinn Simen Kjellevold var aðalmarkvörður KR-inga í fyrra.
Norðmaðurinn Simen Kjellevold var aðalmarkvörður KR-inga í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Írskur knattspyrnumarkvörður, Samuel Blair, er genginn til liðs við KR-inga en hann var síðast í röðum Norwich City.

Blair er 21 árs gamall, uppalinn hjá Norwich þar sem hann hefur leikið með U18 ára og U21 árs liðum undanfarin ár, og jafnframt leikið sem lánsmaður með utandeildaliðunum Bury Town og King's Lynn.

KR-ingar fengu hollenska markvörðinn Guy Smit til liðs við sig frá Val í vetur en markverðir þeirra á síðasta tímabili, Simen Kjellevold og Aron Snær Friðriksson, eru horfnir á braut. Kjellevold til Åsane í Noregi og Aron til Njarðvíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert