„Það er eitthvað sem togar í mig“

„Ég brenn fyrir fótboltann og ég er búinn að fara í gegnum allan ferilinn, bæði sem áhugamaður, atvinnumaður og fyrirliði,“ sagði Guðni Bergsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Guðni, sem er 58 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Vigni Má Þormóðssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Alltaf tengdur fótboltanum

„Ég hef alltaf verið tengdur fótboltanum og ég brenn fyrir hann,“ sagði Guðni.

„Það er eitthvað sem togar í mig og ég tel mig eiga erindi í þetta. Ég tel mig vera góðan fulltrúa fyrir knattspyrnusambandið og ég er með þekkinguna og reynsluna í starfið.

Það er mjög mikilvægt á þessum tímapunkti, við erum að missa framkvæmdastjórann okkar, stjórnin er tiltölulega reynslulítil líka og það er verk að vinna.

Ég tel mig eiga gott erindi í þetta og myndi gjarnan vilja fá umboðið til þess að takast á við formennskuna,“ sagði Guðni meðal annars.

Viðtalið við Guðna í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert