Undrandi á Guðna að bjóða sig fram

„Ég lít ekki á framboð mitt sem eitthvað mótframboð við hina frambjóðendurna,“ sagði Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Vignir Már, sem er 56 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Hrökklaðist úr embætti

„Ég vann með Guðna í tvö ár og ég þekki Þorvald líka,“ sagði Vignir.

„Við höfum allir okkar kosti og allir okkar galla. Ég er samt undrandi á Guðna að bjóða sig fram, miðað við það sem gerðist. Það er ekki hægt að segja neitt annað en að hann hafi hrökklast úr embætti, og öll stjórnin fylgdi svo í kjölfarið.

Mér finnst hann ekki hafa sýnt þá auðmýkt til baka og það er kannski það sem mér finnst skrítnast í þessu. Á sama tíma er ég að bjóða mig fram sem Vignir Már Þormóðsson með mína reynslu og þekkingu, þegar kemur að atvinnulífinu og knattspyrnusambandinu,“ sagði Vignir meðal annars.

Viðtalið við Vigni Má í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Vignir Már Þormóðsson ásamt eiginkonu sinni Hörpu Steingrímsdóttur á Evrópumótinu …
Vignir Már Þormóðsson ásamt eiginkonu sinni Hörpu Steingrímsdóttur á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert