Veikar hliðar á liði Íslands

Dragisa Zecevic er þjálfari serbneska liðsins sem mætir Íslandi á …
Dragisa Zecevic er þjálfari serbneska liðsins sem mætir Íslandi á föstudaginn. Ljósmynd/Vladimir Novak

Dragisa Zecevic, þjálfari serbneska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kveðst þekkja mjög vel til íslenska landsliðsins og bera mikla virðingu fyrir því en sitt lið ætli sér að ná í hagstæð úrslit í fyrri leik þjóðanna í umspilinu um sæti í A-deild Evrópumóts kvenna.

Sá leikur fer fram í Stara Pazova, í nágrenni höfuðborgarinnar Belgrad, á föstudaginn en seinni umspilsleikurinn fer fram á Kópavogsvelli á þriðjudaginn kemur.

„Ég þekki íslenska liðið mjög vel og hef skoðað síðustu 10-12 leiki þess. Í Þjóðadeildinni lék liðið auðvitað án Sveindísar Jane Jónsdóttur og hún er komin aftur. Hún er leikmaður sem getur breytt leikskipulagi íslenska liðsins,“ sagði Zecevic þegar Morgunblaðið ræddi við hann á æfingasvæði Rauðu stjörnunnar í Belgrad í gær.

„Við þekkjum alla leikmenn Íslands og þar eru margar hæfileikaríkar konur, til dæmis Karólína Vilhjálmsdóttir frá Bayer Leverkusen, líka Glódís Viggósdóttir, sem er bæði fyrirliði Íslands og Bayern München. Þær eru líka með frábæran markvörð og eru mjög sterkar í uppstilltum atriðum. En íslenska liðið á sér líka veikar hliðar og ég vona að okkar stúlkur nái að nýta sér þær,“ sagði Zecevic.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert