Eru ekkert að spá í næturlífið í Serbíu

Sveindís Jane Jónsdóttir á æfingu íslenska liðsins í Serbíu.
Sveindís Jane Jónsdóttir á æfingu íslenska liðsins í Serbíu. Ljósmynd/KSÍ

Sveindís Jane Jónsdóttir er komin aftur í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir umspilsleikina tvo gegn Serbíu eftir að hafa misst af öllum sex leikjum þess í Þjóðadeildinni í haust. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu í Stara Pazova, skammt frá serbnesku höfuðborginni Belgrad, í gær að hún væri afar ánægð með að klæðast landsliðsbúningi Íslands á ný en fyrri leikur þjóðanna fer fram í Stara Pazova á morgun.

Sveindís viðurkenndi að það hefði verið erfitt að fylgjast með liðsfélögum sínum frá hliðarlínunni í haust. „Já, það var mjög erfitt. Maður fær annað sjónarhorn á leikinn, getur ekki hjálpað liðinu og verður að láta sér nægja að horfa á. En þær stóðu sig vel, það var stundum gaman að fylgjast með þeim og stundum var það erfitt. Þetta var öðruvísi fyrir mig,“ sagði Sveindís.

Hafið þið eitthvað getað skoðað Belgrad, hótelið ykkar er nálægt líflegu svæði í borginni?

„Það vill svo skemmtilega til að við vorum hér í fyrra, þurftum að spila leik gegn Hvít-Rússum hérna í Belgrad og erum á sama hóteli svo við þekkjum umhverfið vel. En við spáum ekkert í næturlífið. Við einbeitum okkur að leiknum og að vera í sem bestu formi. Við gengum aðeins um svæðið hjá hótelinu og fórum á Starbucks, það var allt og sumt,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Morgunblaðið.

Viðtalið má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert