Frá Akureyri í efstu deild Bandaríkjanna

Melissa Lowder kýlir boltann síðasta sumar.
Melissa Lowder kýlir boltann síðasta sumar. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Bandaríski knattspyrnumarkvörðurinn Melissa Lowder er farin frá Þór/KA til Bay FC í efstu deild Bandaríkjanna. 

Frá þessu greindi bandaríska félagið á heimasíðu sinni í dag en Bay FC er glænýtt félag frá San Francisco sem mun taka þátt í deildinni í fyrsta sinn á komandi leiktíð. 

Melissa, sem er 27 ára gömul, skrifar undir eins árs samning með möguleika á ári til viðbótar. Markmannsþjálfari Bay FC, Diego Restrepo, hrósaði henni í hástert. 

Melissa lék 21 leik af 23 með Akureyringum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð en Þór/KA hafnaði í fimmta sæti. Var hún á Akureyri í eitt ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert