Yfir 30 ára samstarfi við KSÍ lokið

Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal.
Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

CCEP, rekstaraðili Coca Cola á Íslandi, og Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hafa ákveðið að endurnýja ekki samstarfsamning sinn.

Þetta herma heimildir mbl.is og Morgunblaðsins en samstarf KSÍ og Coca Cola á Íslandi telur yfir þrjátíu ár.

Samkvæmt heimildum hafa viðræður átt sér stað undanfarnar vikur um áframhaldandi samstarf en að endingu hafi fyrirtækið og sambandið ekki náð saman og því var tekin ákvörðun um að endurnýja ekki samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert