Góð staða Íslands eftir fyrri leikinn

Serbía og Íslands gerðu jafntefli, 1:1, í fyrri leik liðanna í um­spili um sæti í A-deild undan­keppni EM í knatt­spyrnu kvenna í Stara Pazova Sports Center í Stara Pazova í Serbíu í dag. 

Síðari leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á þriðjudaginn kemur. 

Serbar hófu leikinn með látum og fóru fyrstu tuttugu mínútur hans mest megnis fram á vallarhelmingi Íslands. 

Alexandra Jóhannsdóttir jafnaði fyrir Ísland, 1:1.
Alexandra Jóhannsdóttir jafnaði fyrir Ísland, 1:1. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Á 19. mínútu komust svo Serbar yfir. Þá sendi Jelena Cankovic boltann listilega á Tijönu Filipovic sem smellti boltanum á lofti í fjærhornið. Frábært mark og Serbía verðskuldað yfir. 

Ísland var þó ekki lengi að svara en þremur mínútum síðar jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir metin. Þá tók Sveindís Jane Jónsdóttir langt innkast inn á teig, Glódís Perla Viggósdóttir stangaði boltann enn nær markinu þar sem Alexandra potaði honum í netið, 1:1.

Íslenska liðið sótti vel næstu mínútur en Guðrún Arnardóttir fékk gott færi stuttu síðar eftir langt innkast, en miðvörðurinn setti boltann framhjá. 

Liðin fóru jöfn til búningsklefa en Serbía var mun sterkari aðilinn í upphafi síðari hálfleiksins. Á 68. mínútu stangaði miðvörðurinn Nevena Damjanovic boltann í slána eftir hornspyrnu. 

Diljá Ýr Zomers í baráttunni.
Diljá Ýr Zomers í baráttunni. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Leikurinn róaðist svo næstu mínútur en á 83. mínútu fór Karólína Lea Vilhjálmsdóttir afar illa með Dinu Blagojevic sem togaði hana niður og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hafði hún fengið það fyrra mínútu fyrr. 

Íslenska liðið ógnaði meira en náði ekki að koma boltanum í markið sem eftir lifði leiks. Fara liðin því með jafna stöðu í síðari leikinn á Kópavogsvöllinn. 

Serbía 1:1 Ísland opna loka
90. mín. Jovana Damnjanovic (Serbía) á skot yfir Hátt yfir markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert